Framboðslisti Framsóknar í Hafnarfirði var samþykktur á fundi fulltrúaráðs miðvikudaginn 2. mars sl. Listinn var kynntur með pompi og prakt í gær að viðstöddu fjölmenni í Bæjarbíói. Mikill áhugi var á framboðinu og skiluðu 14 framboði til uppstillingarnefndar, en fresturinn rann út 12. febrúar síðastliðinn.
Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista flokksins og Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna og varaformaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar skipar annað sæti listans. Mikill áhugi var Í heildina bárust 14 framboð.
„Ég þakka af heilum hug það traust sem mér er sýnt að leiða lista Framsóknar í Hafnarfirði. Listinn er öflugur og hefur á að skipa fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu sem nýtast mun bæjarfélaginu vel í þeim verkefnum sem framundan eru. Við höfum góða sögu að segja eftir síðustu fjögur ár við stjórn bæjarfélagsins, ætlum okkur að vinna áfram á þeim grunni og heyja heiðarlega og málefnalega kosningabaráttu. Við mætum sterk og vel undirbúin til leiks og ætlum að bæta við okkur fylgi,“ segir Valdimar Víðisson, nýr oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Listi Framsóknar í Hafnarfirði:
-
Valdimar Víðisson, skólastjóri
-
Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona búsetukjarna
-
Árni Rúnar Árnason, tækjavörður
-
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi
-
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari
-
Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður
-
Einar Gauti Jóhannesson, sundlaugarvörður
-
Jóhanna M. Fleckenstein, framkvæmdastjóri
-
Jón Atli Magnússon, rannsóknar- og þróunarstjóri
-
Sindri Mar Jónsson, ml. viðskiptalögfræði
-
Juliana Kalenikova, öryggisvörður
-
Garðar Smári Gunnarsson, fiskiðnaðarmaður
-
Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og varaþingmaður
-
Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður/rútubílstjóri
-
Júlíus Sigurjónsson, sölumaður og plötusnúður
-
Linda Hrönn Þórisdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
-
Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður og bæjarfulltrúi
-
Svanhildur Sveinbjörnsdóttir, eldri borgari
-
Erlingur Örn Árnason, lögreglumaður
-
Petrea Aðalheiður Ómarsdóttir, BA í félagsráðgjöf
-
Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf
-
Þórarinn Þórhallsson, mjólkurfræðingur