Auglýsing

Drive my car, Wheel of Fortune and Fantasy, The Godfather og Þýskir kvikmyndadagar halda áfram!

„Við erum svo spennt fyrir því að Drive my car hlaut BAFTA verðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin um nýliðna helgi en áður hafði myndin hlotið Golden Globe verðlaunin – og hún er einnig tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.

Sýnd í Bíó Paradís!
„A director takes your heart for a spin … In this quiet masterpiece, Ryusuke Hamaguchi considers grief, love, work and the soul-sustaining, life-shaping power of art.“ – The New York Times 
 
Myndin er byggð á smásögu eftir hinn merka japanska rithöfund Haruki Murakami og segir frá leikara einum hvers eiginkona deyr skyndilega.
Leikstjórinn Ryûsuke Hamaguchi (Drive my car) telfdi fram ótrúlega spennandi kvikmynd árinu áður og af þessu tilefni ætlum við að sýna
 
22. mars 2022 kl 21:00! Aðeins þessi eina sýning. 
Óvæntur ástarþríhyrningur, misheppnuð tilraun í ástarlífinu og einn stór misskilingur þræða þrjá kvenkaraktera saman í þessari stórkostlegu kvikmynd!
50 ára afmælissýning í 4K!
Myndin er sýnd í 4K í tilefni afmælisins og það eru aðeins örfáar sýningar í boði!
Við fögnum því að Guðfaðirinn sjálfur er 50 ára! Og við höldum upp á það á afmælinu sjálfu! Guðfaðirinn fékk fjöldamargar Óskarsverðlaunaútnefningar og var valin besta myndin það árið og einnig var Marlon Brando valinn besti leikari í aðalhlutverki. Myndin segir frá Corleone fjölskyldunni og þá helst ættföðurnum Vito (Marlon Brando) og þremur sonum hans, Michael (Al Pacino), Sonny (James Caan) og Fredo (John Cazale).
Þýskir kvikmyndadagar halda áfram – Mannréttindi eru þema dagana 
Tvær frísýningar næstu helgi- önnur með spurt og svarað með leikstjóra!
Dear Future Children(Spurt og svarað með leikstjóra)
Frítt inn, taka þarf miða frá í sæti sjá hér:
Sýningin er í boði Þýska sendiráðsins á Íslandi 20. mars kl 17:00.
Við fylgjumst með þremur ungum stúlkum sem allar eru aktívistar í þremur mismunandi löndum, Hong Kong, Chíle og Úganda.
Kvikmyndin hlaut áhorfendaverðlaunin á Hot Docs heimildamyndahátíðinni var valin besta heimildamyndin á Olympia í Grikklandi og Human Rights Film Festival sem haldin var í Berlín. Stórbrotin heimildamynd í boði Þýska sendiráðsins á Íslandi!
Boðið verður upp á spurt og svarað að sýningu lokinni þar sem Franz Böhm, leikstjóri myndarinnar mun sitja fyrir svörum. 
 
Frítt inn og allir velkomnir. 
Frítt inn, taka þarf miða frá í sæti sjá hér:
19. mars kl 17:00
Anita er malavískur bóndi, sem ferðast til Bandaríkjanna til þess að fá svör við aðgerðaleysi í tengslum við loftlagsvána.
Stórbrotin heimildamynd – sýningin er í boði Þýska sendiráðsins á Íslandi!. Frítt inn og allir velkomnir!
Þýskir kvikmyndadagar 11. – 20. mars!
Bíó Paradís í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark og Þýska Sendiráðið á Íslandi standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í þrettánda sinn dagana 11.- 20. mars 2022!
Þema dagana er mannréttindi.
Dagskrána og sýningartíma allra kvikmyndana má sjá hér:

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing