Auglýsing

Bruce Willis greindur með málstol og kveður leiklistarferilinn

Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með málstol sem hefur áhrif á heilastarfsemina og segir stórstjarnan þar af leiðandi skilið við leikaraferilinn.

Fjölskylda Willis tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum með sameiginlegri yfirlýsingu á öllum samfélagsmiðlum sínum. Segir þar að þau ætli að takast á við sjúkdóminn saman sem sterk heild.

„Vegna veik­ind­anna hef­ur Bruce ákveðið að hætta í leik­list­inni, sem hef­ur verið hon­um svo mik­il­væg í gegn­um tíðina,“ segir í yfirlýsingu. „Við vit­um að hann var ykk­ur mik­il­væg­ur, al­veg eins og þið voruð hon­um svo mik­il­væg. En eins og Bruce sagði alltaf: „Það er best að njóta lífs­ins,“ og við mun­um reyna að gera það.“
Bruce Willis og Demi Moore, sem eiga þrjú börn saman, eru þekkt fyrir að vera miklir vinir. Eiginkona Bruce er Emma Heming Willis og saman eiga þau tvö börn.

Willis er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Die Hard, The Last Boy Scout, Pulp Fiction, The Fifth Element, The Sixth Sense, Unbreakable, Sin City og Looper, svo dæmi séu nefnd . Ferill hans spannar 44 ár og hefur hann unnið til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir leik sinn.

Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing