Auglýsing

Konfektkaka sem þarf ekki að baka

Þessi svokallaða konfektkaka gæti borið ýmis nöfn. Ég gæti kallað hana afgangaköku, nú eða bóndadagsköku. En nafnið skiptir svo sem ekki höfuðmáli – eina sem þið þurfið að vita er að uppskriftin er ofureinföld og kakan gómsæt.

 

Höfundur er Lilja Katrín Gunnarsdóttir og kemur uppskriftin frá Blaka.is

 

Þessi konfektkaka varð til því eins og flestir átti ég alls kyns afganga af kruðeríi eftir jólin. Alls kyns smákökur, súkkulaði og konfekt. Því ákvað ég að slá nokkrar flugur í einu höggi og reyna að koma sem mest af afgöngum í eina köku svo ekkert færi til spillis. Ég vissi strax að mig langaði að búa til köku sem geymdist vel og væri auðvelt að frysta. Að auki vildi ég hafa uppskriftina það auðvelda að það þyrfti ekki einu sinni að kveikja á bakaraofni.

Jebb, þið lásuð rétt. Þessa köku þarf ekki einu sinni að baka!

Nota bene – ég bý oft til eitthvað sem þarf ekki að baka. Til dæmis þessa Maltesers-bita.

Fegurðin við þessa uppskrift er sú að það er hægt að setja nánast hvað sem er í hana. Í uppskriftinni er kveðið á um 250 grömm af einhvers konar kexi. Ég átti nokkur hafrakex, nokkrar piparkökur, nokkrar mömmukökur án krems þannig að ég setti úrval af kexafgöngum heimilisins í kökuna. Í uppskriftinni tala ég einnig um að bæta við kókosmjöli og Rice Krispies. Þessu er að sjálfsögðu hægt að skipta út fyrir niðurskorið konfekt eða hnetur til dæmis.

Þannig að þessi konfektkaka í raun býður upp á leik í eldhúsinu. Passið ykkur bara á því að setja ekki eitthvað í hana sem ykkur finnst hræðilega vont!

Í uppskriftinni er hráefni sem ég hef notað mikið í gegnum tíðina sem heitir „sweetened condensed milk“ sem ég kýs að kalla sæt dósamjólk. Þegar ég byrjaði að vinna með þessa mjólk var erfitt að hafa upp á henni og fékkst hún nær eingöngu í asískum verslunum. Upp á síðkastið hef ég séð mjólkina í ýmsum matvöruverslunum þannig að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að finna hana.

Þannig að – rífið upp skápahurðirnar, gramsið í skúffunum og búið til eitthvað stórkostlegt úr afgöngunum!

 

Hráefni
Botn
Leiðbeiningar
Botn
  1. Byrjið á að taka til form sem er 20 sentímetrar að stærð. Hægt er að nota stærra form og þá verður kakan ekki eins þykk. Smyrjið formið.
  2. Grófmyljið kexið og setjið það til hliðar.
  3. Setjið síðan mjólkina, súkkulaðið og smjörið í pott yfir meðalhita og hrærið þar til allt er bráðnað. Setjið blönduna í stóra skál og blandið restinni af hráefnunum saman við.
  4. Þrýstið blöndunni vel í formið.
Toppur
  1. Setjið súkkulaði og olíu í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið í 30 sekúndur í senn. Passið að hræra alltaf í blöndunni á 30 sekúndna fresti.
  2. Hellið súkkulaði yfir kökuna og kælið þar til súkkulaðið hefur harðnað. Skreytið og njótið!
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing