Auglýsing

„Ástvinamissir fær mann til að skoða líf sitt“

„Ég hef alltaf lagt mjög mikla áherslu á að rækta sambandið við vini mína og í seinni tíma er ég meira að segja farin að gera enn meira af því. Það auðvitað hefur djúpstæð áhrif að ganga í gegnum þá reynslu að missa einhvern nákominn og fær mann til að hugsa hver minningin um mann verði, því minningin lifir,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar.

„Ég er svo heppin að minningin um foreldra mína er ljóslifandi, ofsalega björt og mjög falleg. Ástvinamissir fær mann til að skoða líf sitt, hvernig maður forgangsraðar og hverjir skipta mestu máli. Það eru auðvitað börn, maki, systkini og vinir. Svo legg ég rosalega áherslu á það í lífinu að það sé gaman og gleði. Ef það er ekki stuð þá … Nei, veistu, það verður bara að vera stuð,“ segir Lilja með áherslu.

Hægt er að lesa viðtalið við Lilju Dögg og nýjasta tölublað Vikunnar á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

 

Viðtal: Guðrún Óla Jónsdóttir
Mynd: Hallur Karlsson

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing