Auglýsing

Eurovision-drykkjuleikurinn: Svona eru reglurnar!

Í kvöld kemur í ljós hvaða þjóð tryggir sér sigur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Spennan magnast í Tórínó í kvöldv og tuttugu og fimm atriði keppast um sigursætið en hinar íslensku Systur eru númer átján í röðinni.

Til að slá á létta strengi má finna hér að neðan drykkjuleik með flippuðu sniði. Hörðustu drykkjumenn sem eru að skemmta sér í góðra vina hópi í kvöld þar sem börn eru víðs fjarri geta leikið þennan leik sér til skemmtunar.

Hvatt er til að fá sér sopa þegar eftirfarandi gerist:

Þegar söngvari klappar í miðju lagi

Þegar söngvara byrja lagið með því að snúa baki í áhorfendur

Þegar söngvarar afklæðast, þar með talið grímu

Þegar einhver minnist á Úkraínu

Þegar diskókúla eða einhver klæddur eins og diskókúla kemur fram

Þegar einhver er falskur

Þegar Gísli Marteinn segir brandara sem er annað hvort alveg ófyndinn eða tvíræður

Þegar söngvarar syngja á móðurmáli sínu

Þegar land notar vindvél í atriði sínu

Þegar land gefur nágrannalandi stig

Þegar Ísland fær 12 stig í símakosningu frá einhverri þjóð

Ef Ísland fær 0 stig í símakosningu frá einhverri þjóð

Góða skemmtun

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing