Nýjasta kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Beast, var nýverið frumsýnd í New York og eru fyrstu viðbrögð jákvæð. Hermt er að spennumyndin hitti beint í mark hjá áhorfendum og gagnrýnendum, svona að mestu leyti, en áætlað er að frumsýna hana hérlendis 19. ágúst.
Idris Elba fer með aðalhlutverkið í myndinni og leikur mann sem nýlega hefur misst konu sína. Hann ferðast um S-Afríku ásamt tveimur unglingsdætrum sínum en þegar blóðþyrst ljón byrja að elta þau uppi breytist ferðalagið í baráttu upp á líf og dauða. Með önnur hlutverk fara Iyana Halley, Leah Sava Jeffries og Sharlto Copley.
Vefmiðillinn The Prague Reporter birti umsögn um Beast og segir þar að myndin sé vel unnin, hröð og taugatrekkjandi afþreying og heldur góðum dampi á bröttum sýningartíma (90 mínútur). Segir eftirfarandi í umfjöllun frá Jason Pirodsky um myndina:
…while Beast might have been conceived as a modest B-movie, committed work by those involved in the production elevates it to something a little more. Elba gives a surprisingly committed performance as the grieving father – he’s not slumming it here – and Copely is (as always) a standout in support.
Gagnrýnandinn Erik Davis birti færslu á Twitter þar sem hann lofaði myndinni hástert og segir Beast vera mikla rússíbanareið.
REALLY enjoyed #BeastMovie, a lean, mean, 90-minute edge-of-your-seat thriller that definitely brings the scares, but also a great deal of emotion w/ its story of a father trying to reconnect w/ his daughters following a heartbreaking loss. A solid end-of-summer palette cleanser pic.twitter.com/y2ik4tXduy
— Erik Davis (@ErikDavis) August 9, 2022
Búast má við fleiri viðbrögðum og umsögnum gagnrýnenda á næstu sólarhringum.