Spennumyndin Beast í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag og er í öðru sæti eftir frumsýningarhelgina. Það var teiknimyndin Dragon Ball Super: Super Hero sem hafðu vinninginn í aðsókn og skaust beint í toppsæti aðsóknarlistans vestanhafs. Sú mynd halaði um 20 milljón dollara.
Idris Elba fer með aðalhlutverkið í myndinni Beast sem fjallar um föður sem fer með tvær dætur sínar í ferðalag um S-Afríku, þar sem þau þurfa að kljást við illvígt ljón.
Myndin var frumsýnd í 3,743 sölum og tók inn 11,57 milljón dollara á opnunarhelginni. Beast verður frumsýnd hér á landi um næstu helgi.