Auglýsing

Hættulegustu dýr í heimi

Blóð og eitur drýpur af hættulegustu dýrum heims. Þess ber að geta að það eru engan veginn alltaf stærstu dýrin sem okkur stafar mest hætta af. Hér má lesa sér til um tólf varasömustu dýr veraldar.

Í heiminum öllum fyrirfinnast um 8,7 milljón dýrategundir og langflest dýrin eru sáraskaðlaus okkur mönnunum.

Á þessu eru þó undantekningar.

Það fyrirfinnast nefnilega margar tegundir dýra sem deyða margt fólk árlega með t.d. biti, eitri eða sjúkdómum.


Hættulegustu dýr í heimi eru:

Flóðhestar
Fílar
Bandormar
Krókódílar
Tsetseflugur
Spólormar
Rántítur
Vatnasniglar
Hundar
Slöngur
Menn
Mýflugur

Kynnist fimm af tólf hættulegustu dýrunum á yfirlitinu hér að neðan og sjáið hversu marga þau deyða. Lengri úttekt má finna á vef Lifandi vísinda.


5. VatnasniglarÞeir láta ekki mikið yfir sér, en vatnasniglar eru meðal hættulegustu dýra heims.

  • Dauðsföll á ári: yfir 20.000

Vatnasniglar eru litlir og óásjálegir á að líta, en geta borið með sér sníkjuorm sem haft getur í för með sér sjúkdóminn schistosomiasis.

Einkennin stafa af viðbrögðum líkamans við eggjum sníkilsins og eru m.a.:

Blóð í þvagi og hægðum

Blöðrukrabbamein

Nýrnabilun

Lifrarbilun

Rösklega 200 milljónir eru sýktar á heimsvísu og sjúkdómurinn dregur ríflega 20.000 manns til dauða ár hvert, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem vill meina að fjöldinn geti verið allt að 200.000.

 

Vatnasniglar er ljómandi dæmi um það að dýr þurfa ekki að vera ógnvænleg á að líta þótt þau geti verið banvæn.


4. Hundar

unknown.gif

Að öllu jöfnu eru það ekki sjálfir hundarnir sem draga fólk til dauða, heldur veirusjúkdómurinn hundaæði, sem hundar geta sýkt okkur mennina af.

  • Dauðsföll á ári: 59.000

Besta vin mannsins er einnig að finna á listanum. Ástæðan er þó engan veginn sú að hundar bíti eigendur sína á hol, heldur geta þeir borið með sér veiru sem veldur hundaæði.

Sjúkdómurinn getur greinst í mönnum ef þeir komast í tæri við munnvatn smitaðra hunda, t.d. eftir bit.

Alls 99% af um 59.000 árlegum dauðsföllum af völdum hundaæðis eiga rætur að rekja til hunda, ef marka má Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina. Sjúkdómurinn kann að sama skapi að smitast við það eitt að hundur með hundaæði sleiki opið sár.

Hundaæði er banvænn sjúkdómur, sem afar erfitt er að lækna. Flestir þeirra sem sýkjast af hundaveiki deyja innan tveggja vikna.

Um 99% af öllum sem veikjast af hundaæði hafa fengið það frá hundum, að mati WHO.

unknown.gif


3. Slöngurunknown.gifTil eru mjög margar eitraðar slöngur víða í heiminum og þannig komast slöngur á listann yfir hættulegustu dýr í heimi.

  • Dauðsföll á ári: 100.000

Slöngur eru meðal hættulegustu dýra heims. Ár hvert metur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sem svo að á bilinu 81.000-138.000 manns láti lífið á heimsvísu af þeirra völdum.

 


2. Menn

Menn fremja mörg hundruð þúsund morð ár hvert og verma fyrir bragðið annað sætið.

  • Dauðsföll á ári: 464.000

Í dapurlegum tölfræðigögnum frá Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu SÞ kemur fram að framin hafi verið um 464.000 morð á mönnum, af mönnum, árið 2017.

Þetta gerir manninn nánast að helsta óvini hans.

 


1. Mýflugur

Litla sakleysislega mýflugan er hættulegasta dýrið fyrir okkur mennina.

  • Dauðsföll á ári: 1.000.000

Mýflugan er versti óvinur okkar og hættulegasta dýr veraldar. Þessi smágerða blóðsuga smitar mörg hundruð milljónir af sjúkdómum ár hvert og um ein milljón lætur lífið af hennar völdum.

Mýflugur eru fyrir bragðið sú dýrategund sem dregur hvað flesta til dauða.

Einn hættulegasti sjúkdómurinn sem mýflugur bera með sér er malaría, sem á sök á rösklega 400.000 dauðsföllum ár hvert.

Af öðrum lífshættulegum sjúkdómum nægir að nefna beinbrunasótt sem er banvænn í mörgum tilfellum og leggst aðallega á börn í Asíu og Suður-Ameríku.

Ekki hefur reynst gerlegt að fá tæmandi upplýsingar um fjölda þeirra sem hver dýrategund dregur til dauða og því skyldi líta á listann sem lauslegt yfirlit.

LESA MEIRA…
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing