Þrír ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera án ökuréttinda. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur en bifreið hans mældist á 133 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.
Þá var einn handtekinn í nótt grunaður um líkamsárás. Hann var mjög ölvaður og var vistaður í fangageymslu.