Söngkonan Stína Ágústsdóttir hefur frá sér smáskífu sem er ábreiða af Both Sides Now eftir Joni Mitchell. Lagið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. Ásamt Stínu spila Anna Gréta Sigurðardóttir á píanó og Mikael Máni Ásmundsson á gítar inn á upptökuna sem var gerð í janúar 2019. Það kom út í lengri útgáfu í nóvember 2019 og í mars 2020 fyrir utan landsteinana.
Stína hefur gefið út þrjár sólóplötur og spilað með nokkrum af bestu djasstónlistarmönnum Kanada, Svíþjóðar og Íslands. Þriðja sóloplata Stínu heitir Jazz á íslensku og er safn af frægum djasslögum og þjóðlögum í djassbúningi með íslenskum texta og var sú plata tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir bestu djassplötu 2016.
The Whale kom út hjá Smekkleysu árið 2020 og er hægt að kaupa eintak af henni hér.
Ábreiðan frá Stínu var nú á dögunum endurútgefin í styttri útgáfu í tilefni þess að Joni Mitchell kom fram í fyrsta sinn eftir níu ára hlé í júlí fyrr á þessu ári. Þá kom Mitchell fram á Newport Folk Festival tónlistarháttinni sem sérstakur gestur Brandi Carlile við mikinn fögnuð áheyrenda. The Whale, fékk mjög góða dóma og Stína fékk tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir hana, listamaður ársins og lag ársins.
Platan er sérstök að því leyti að hljóðfæraskipan er óvenjuleg en tríóið samanstendur af píanó, gítar og rödd. Hljóðheimurinn sem skapast er nokkuð sérstakur og hann átti einhvern veginn mjög vel við í þessu lagi.
Á vef Smekkleysu segir Stína frá dálæti sínu á laginu. „Lagið hefur alltaf verið uppáhaldslagið mitt. Ég byrjaði að spila lagið með Önnu Grétu á sínum tíma og hef síðan þá haft það með reglulega á tónleikaprógramminu mínu.
Fólk grætur iðulega við flutning þess. Textinn er svo frábær og svo auðvelt að finna sig í honum, hvar sem er í lífinu.“ Þá bætir Stína við: „Magnað lag og verður ekki þreytt.“
„Ég get túlkað það á nýjan hátt í hvert skipti sem ég heyri að það liggur við. Textinn í því fjallar um lífið og tilveruna og hvað við vitum í raun lítið þegar öllu er á botninn hvolft. Ég held að það sé hægt að skrifa heila ritgerð um textann og mismunandi hliðar á honum.
Ég fékk svo mikinn innblástur af því að sjá Joni Mitchell koma fram aftur eftir níu ára hlé núna í júlí. Hún flutti meðal annars Both Sides Now og ég hágrét yfir flutningnum og fólk útum allan heim líka. Mér fannst við hæfi að endurútgefa þetta lag í styttri og aðgengilegri útgáfu til heiðurs Joni!“