Auglýsing

Ekki nóg að vinna leikinn

Markmiðið með flestum tölvuleikjum er að spila í gegn og sigra. Vondi kallinn í lokin er dauður, söguþráðurinn er kominn á enda og aðalpersónan fær einhvers konar verðlaun. Fyrir flest er þetta nóg til að leggja frá sér lyklaborðið eða fjarstýringuna og fara í næsta leik. Fyrir sum er upplifunin rétt að byrja.

Leikir í dag hafa nefnilega alls kyns auka afrek (e. achievements) til að klára. Á Playstation eru þetta kallaðir bikarar (e. trophies). Þetta getur verið alls konar. Í sumum leikjum er það afrek að gera eitthvað algjörlega handahófskennt, eins og klappa réttum hundi á réttum stað. Aðrir leikir eru snúnari, þú þarft til dæmis að sigra leikinn aftur, nema á hæsta mögulega erfiðleikastigi. Annar bikar kominn í hús.

Í þætti vikunnar, sem kom út upprunalega 9. júní árið 2021, fjalla Arnór Steinn og Gunnar um afrek og bikara af öllu tagi. Saga afreka er eldri en mörg kunna að halda. Fyrstu afrekin eru rakin allt til ársins 1977, en hægt var að fá afrek fyrir háan stigafjölda á Atari 2600 leikjatölvuna.

Formið var aðeins frábrugðið því sem það er í dag – þú þurftir að taka ljósmynd af stigafjöldanum, senda með pósti á skrifstofu Activision og bíða í nokkra daga eftir því að fá barmmerki til baka.

Í dag er hægt að eyða hellings auka tíma í að vinna afrek og bikara í hinum og þessum leikjum. Hvað er þitt stoltasta afrek í tölvuleikjum?

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing