Auglýsing

„Farðu heim, E.T!“ – Taktískur geimveruleikur

Ef þig hefur einhvern tímann langað í leik þar sem þú getur skotið á óvin, tekið sirka hálftíma pásu áður en þú tekur næsta skot (án þess að stöðva leikinn), þá erum við með leikinn fyrir þig.

XCOM 2 kom út árið 2016 og gerist tuttugu árum eftir atburði fyrri leiks. Mannkynið er búið að tapa fyrir innrásarherjum geimveranna og eru föst í heljargreipum þeirra. Uppreisnarhreyfingin er þó enn í gangi.

Leikurinn er turn-based tactics, sem þýðir að þú þarft að handvirkt færa hermennina þína yfir flísar, miða á óvin og skjóta (eða nota aðra eiginleika), eins og í tafli.

Þú ert foringinn, sem sér um bókstaflega allt í höndum XCOM sveitarinnar. Þú þarft að halda uppi aðalskipinu, stýra öllum verkefnum, safna auðlindum og síðast en ekki síst, stýra hópi hermanna í geimverudrápum.

„Velkominn til baka, foringi“

Arnór Steinn og Gunnar ræða helstu eiginleika leiksins í þætti vikunnar. Gunnar hefur lengi verið áhugamaður um seríuna og kann því leikinn svo gott sem utanbókar. Arnór er að prófa í fyrsta skiptið og gengur … mis vel.

Þetta er skemmtilegur og fjölbreyttur leikur. Engin spilun er eins, borðin eru síbreytileg, nöfn eru handahófskennd og bókstaflega allt getur gerst.

Strákarnir ræða ekki allt um leikinn, það kemur annar þáttur seinna þar sem restin verður tekin fyrir. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan, einnig er fyrri þáttur þar sem Gunnar ræddi stuttlega um XCOM 2.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing