Auglýsing

Gömul kenning afskrifuð: Svona kom vatn til jarðar

Vísindamenn hafa lengi álitið að vatn hafi borist til jarðarinnar með halastjörnum á milljörðum ára, þar eð fyrri tíma rannsóknir sýndu að gríðarmikill ís er í halastjörnum. Nú sýnir ný rannsókn að vatn hefur verið á jörðinni frá upphafi. Þetta kemur fram á vef Lifandi vísinda.

Það eru stjarnefnafræðingar hjá Lawrence Livermore-rannsóknastöðinni í BNA sem í samvinnu við NASA hafa komist að þessari niðurstöðu eftir rannsóknir á þremur klapparsýnum frá tunglinu.

Sýnin eru um 4,35 milljarða ára gömul og Apollo-geimfarar fluttu þau með sér til jarðar fyrir meira en 50 árum. Það er þó fyrst núna sem vísindamenn hafa greint ísótópasamsetningu þeirra.

Jörðin fæddist líklega með vatni sínu

Tunglið myndaðist fyrir um 4,51 milljarði ára þegar hnöttur á stærð við Mars rakst á jörðina. Með því að rýna í ísótópasamsetningu klapparsýnanna hafa vísindamennirnir uppgötvað að bæði jörðin og aðkomuhnötturinn höfðu í sér dálítið af hvarfgjörnum efnum fyrir áreksturinn sem skapaði tunglið – en ekki vegna hans.

Vísindamennirnir segja þetta merkja að jörðin hafi annað hvort „fæðst“ með vatn eða þá að eitthvað stórt og massamikið, aðallega gert úr vatni, hafi skollið á henni mjög fljótlega eftir að hún myndaðist.

Hvað eru rokgjörn efni?

*Rokgjörn efni eru hópur efnafræðilegra frumefna og efnasambanda sem gufa auðveldlega upp við þrýsting og hitastig sem venjulega er að finna á yfirborði plánetu.

Dæmi um rokgjörn efni eru nitur, koltvísýringur, ammoníak, vetni, metan, brennisteinsdíoxíð og vatn.

Heimild: Efnafræðideild Kaupmannahafnarháskóla

Grein þessi er aðgengileg í sinni ítarlegu heild á vef Lifandi vísinda. 
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing