Auglýsing

„Þetta er eitthvað sem við höfum ekki verið að sjá áður“

„Við teljum að þarna sé um að ræða tuttugu eða tuttugu og fimm manns sem áttu þátt í að fara að þessum skemmtistað. Og þó ekki allir hafi farið inn þá er þetta sá fjöldi sem við erum að reyna að ná utan um.“

Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu RÚV. Talið er að hátt í 25 einstaklingar hafi staðið að fjöldaárás sem framin var á Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Þrír einstaklingar voru stungnir í árásinni  en fjórir eru í haldi lögreglu en yfir tuttugu er leitað.

Margeir segir að þó hnífaárásum hafi fjölgað séu árásir af þessari stærðargráðu nær fordæmalausar. „Við höfum ekki verið að sjá svona skipulag, eða svona hóp sem skipuleggur sig með því að fara inn gagngert til þess að ráðast á einstaklinga sem þar eru inni,“ segir Margeir.

„Eins og hefur svo sem komið fram áður þá erum við að sjá aukningu í árásum sem þessum, svona hnífstunguárásum í miðbænum, en ekki með þessum hætti – þetta er eitthvað sem við höfum ekki verið að sjá áður.“

Mennirnir sem fóru inn á staðinn voru allir grímuklæddir. Mennirnir fjórir sem eru í haldi hafa allir verið yfirheyrðir.

Hafa yfirheyrslur varpað ljósi á hvað gekk þarna á?
„Það er ekkert sem ég get farið inn á neitt frekar, því eins og ég segi þá er margt annað sem við þurfum að skoða og mun fleiri sem við þurfum að ræða við.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing