Auglýsing

Ókindin snýr aftur í þrívídd

Facebook-hópurinn Bíófíklar stendur að sérstakri bíósýningu á hinni sígildu kvikmynd Jaws (e. Ókindin) frá 1975 næstkomandi miðvikudag (30. nóv) í Laugarásbíói en um er að ræða einstakt tækifæri til að njóta myndarinnar í veglegri þrívíddarútgáfu og Dolby Atmos hljóðkerfi. Hægt er að nálgast miða á sýninguna hér.

Jaws eftir Steven Spielberg er tvímælalaust ein af þekktari myndum kvikmyndasögunnar og oftast kölluð fyrsti ‘blockbuster’inn’, en óteljandi margt kvikmyndaáhugafólk hefur aldrei séð hana í kvikmyndahúsi. Þetta er kvikmyndin sem skaut Spielberg hratt upp stjörnuhimininn og hefur öllu verið tjaldað til fyrir þessa endurútgáfu.

Myndin fjallar um friðsælan og róglegan baðstrandsstað á austurströnd Bandaríkjanna sem verður skyndilega fyrir árásum frá risastórum hákarli. Þegar nýr lögreglustjóri, Martin Brody, uppgötvar leifar af fórnarlambi hákarlaárásar, bregst hann strax við með því að loka ströndunum þannig að fólk sé ekki að synda í sjónum. Þetta leggst illa í bæjarstjórann Larry Vaughn og nokkra athafnamenn í bænum.

Brody neyðist til að afturkalla ákvörðun sína, en sér svo eftir því þegar ungur drengur lendir í kjaftinum á hákarli. Móðir drengsins ákveður að setja lausnargjald til höfuðs hákarlinum og ekki líður á löngu þar til úir og grúir af hákarlaveiðimönnum af ýmsu tagi og fiskimönnum sem vonast til að ná sér í pening, með því að fanga ókindina. Fiskimaður í bænum með mikla reynslu af því að veiða hákarla, Quint, býðst til að veiða skepnuna gegn myndarlegri þóknun. Bráðlega eru Quint, Brody og Matt Hooper, frá hafrannsóknarstofnuninni, komnir út á sjó til að reyna að veiða ófreskjuna. En þá þurfa þeir að útvega sér stærri bát…

Topp spennumynd sem fær hárin til að rísa.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing