Auglýsing

Alþjóðlegur sérfræðingahópur gefur Kvikmyndaskólanum góða einkunn

Alþjóðlegur hópur sérfræðinga hefur lagt fram skýrslu þar sem starf Kvikmyndaskóla Íslands er metið í tengslum við umsókn hans um háskólaviðurkenningu. Lagðar eru til ýmsar úrbætur sem skólinn hyggst vinna úr á næstu vikum. Vonir standa til að viðurkenningin fáist á vormánuðum.

Segir í frétt á vef skólans:

Kvikmyndaskóli Íslands hefur síðustu mánuði undirgengist úttekt alþjóðlegrar matsnefndar vegna háskólayfirfærslu skólans. Nefndina skipuðu Dr. Stephen Jackson frá Bretlandseyjum, þaulreyndur eftirlitsaðili háskóla til áratuga í hinu kröfuharða breska háskólakerfi. Stephen var formaður nefndarinnar. Frá Ungverjalandi með tengingu við Þýskaland kom Dr. Christina Rozsnyai, með mikla þekkingu á evrópskum gæðakerfum háskóla og þeim sameiginlegu sáttmálum sem háskólakerfi Evrópusambandsins byggja á. Þriðji fulltrúinn var Dr. Ralph A. Wolff frá Bandaríkjunum sem einnig er með reynslu af gæðaúttektum bæði í heimalandinu og víðsvegar um heim svo sem í Dubai. Ralph hefur einnig verið skólastjóri og frumkvöðull breyttrar menntastefnu. Ráðuneytið skipaði jafnframt Dr. Þorstein Gunnarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, til að hafa umsjón með verkefninu. Þorsteinn hefur að sjálfsögðu einstaka reynslu af rekstri og starfsemi nýs háskóla.

Fyrir Kvikmyndaskóla Íslands, stjórnendur og starfsfólk, var það að sjálfsögðu einstakur fengur að fá sérfræðinga af þessum gæðastandard til að rýna gögn og gæði skólans. Skólinn hefur lagt til mikið magn gagna sem áhugasamir geta kynnt sér hér: Icelandic Film School – Documents – OneDrive. Þar má einnig finna lokaskýrslu sérfræðinganna.

Í úttektinni voru eftirtalin atriði til skoðunar: 1. Markmið og hlutverk (Objectives and Roles), 2. Stjórnsýsla og skipulag (Administration and Organisation), 3. Kennsla, rannsóknir og hæfi starfsmanna (Teaching and research and personnel qualifications) 4. Inntökuskilyrði og réttindi og skyldur nemenda (Admission requirements and student rights and obligations), 5. Gæðaeftirlit (Quality Assurance), 6. Hæfniviðmið (Learning Outcomes), 7. Aðstaða og þjónusta (Facilities and services) og 8. Fjármál (Finances)

Samanlagt skoraði Kvikmyndaskólinn hátt í öllum þessum þáttum og hvergi voru eyður þótt ýmsar ábendingar væru lagðar til. En greinilegt var jákvætt viðhorf úttektar aðilanna og margar góðar fullyrðingar samanber þá sem titill greinarinnar vísar til, þegar fjallað var um útskriftarmyndir nemenda. Kvikmyndaskólinn er góður í kvikmyndagerð, eins og allir gæða kvikmyndaskólar.

Samanlögð niðurstaða var að sérfræðingahópur staðfesti að diplómur skólans væru á hæfnisþrepi 5, þ.e. á hæfniþrepi og væru metanlegar sem slíkar af viðurkenndum háskólum. Fyrir fullri viðurkenningu Kvikmyndaskólans sem sjálfstæðs háskóla voru hins vegar sett skilyrði sem lutu að alls 31 aðgerð sem skólinn hefur þegar sett í ferli og hyggst fullnusta fyrir 1. febrúar. Þess má geta að áhugasamir geta fylgst með innlögðum gögnum á umsóknarvef, sjá hlekk hér að ofan. Þann 28. desember var lagt fram stöðumat á öllum liðum aðgerðalista og nú um áramótin verða sett inn ný viðtöl við þá sem stunda rannsóknarstörf við skólann. Til viðbótar var lögð til úttekt frá sérfræðingum í kvikmyndaháskólum til að staðfesta niðurstöður sérfræðingahópsins. Samkvæmt upplýsingum ráðuneytis er stefnt að því að þeirri skoðun verði lokið á næstu 8 vikum. Væntingar Kvikmyndaskólans eru að frágangur háskólaviðurkenningar geti orðið í mars.

Í fréttatilkynningu sem Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið sendi út í tilefni skýrslunnar var vísað í orð ráðherra:

„Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fagnar útgáfu skýrslunnar og mun fylgja eftir niðurstöðum nefndarinnar. Starfsemi Kvikmyndaskólans hafi mjög mikla þýðingu fyrir kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi sem er í mikilli þróun. Hún segir ennfremur að niðurstaða skýrslunnar sé jákvæður vitnisburður um gæði þess náms sem fram fer í Kvikmyndaskólanum”.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing