Auglýsing

Regnbogagulrætur og íslenskt perlubygg með pistasíuhnetum

Umsjón/ Arna Engilbertsdóttir
Myndir/ Rakel Rún Garðarsdóttir
Stílisti/ Guðný Hrönn
Upphaflega birt í Gestgjafanum

Okkur langaði að gera eina uppskrift þar sem íslenska perlubyggið fær að njóta sín sem allra best. Íslensku regnbogagulræturnar bæta fallegum lit í salatið og ferska sítrusvínagrettan hressir bragðlaukana og líkamann við.

 

Þetta salat hentar sérstaklega vel sem meðlæti og passar með fjölbreyttum mat.

 

1 poki íslenskar regnbogagulrætur, skornar í þunna borða með mandólíni eða rifjárni

1 bolli perlubygg frá Móðir Jörð

100 g lífrænt klettasalat

100 g lífrænar pistasíuhnetur án skelja, saxaðar smátt

lúka ferskt kóríander, skorið fínt

 

SÍTRUS VÍNAGRETTA
1/2 bolli hágæða lífræn ólífuolía
1 appelsína, safi og rifinn börkur
1/2 sítróna
1 msk. hvítvínsedik
1 tsk. dijon-sinnep
1 hvítlauksrif
malaður pipar

 

Sjóðið perlubyggið samkvæmt leiðbeiningum. Blandið öllu hráefninu í vínagrettunni saman.

Hellið yfir volgt perlubyggið og blandið að lokum salatinu saman.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing