Teiknimyndin My Year of Dicks eftir Söru Gunnarsdóttur fær tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokki stuttra teiknimynda (e. Best animated short film).
Sara er listakona og leikstjóri sem hefur á síðustu árum einbeitt sér að gerð teiknimynda, tónlistarmyndbanda og öðrum kvikmynda- og sjónvarpstengdum verkefnum. Hún kom meðal annars að gerð HBO heimildarþáttanna The Case Against Adnan Syed. Sara er fædd og uppalin í Reykjavík og er með BFA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Sara leikstýrði teiknuðu stuttmyndinni My Year of Dicks sem kom út á síðasta ári og deilir tilnefningu sinni með Pamela Ribon. Myndin fjallar um Pam sem þráir það eitt að missa meydóminn og leitar ákaft að „hinum eina sanna“.
Óskarsverðlaunin verða afhent í Los Angeles þann 12. mars næstkomandi.
Hér að neðan má sjá stuttmyndina.