Umsjón/ Sólveig Jónsdóttir
Stílisti/ Maríanna Björk Ásmundsdóttir
Mynd/ Rakel Rún Garðarsdóttir
Úr Gestgjafanum
KAFFIKAKA MEÐ KARDIMOMMUM OG MÖNDLUM
fyrir 8-10
130 g sykur
50 g saltað smjör
2 egg
1 tsk. vanillusykur
200 g hveiti
1 tsk. kardimommuduft
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
2 dl mjólk
60 g möndluflögur
flórsykur til skrauts
Hitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og smjör saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjunum saman við einu af öðru og þeytið vel á milli. Blandið vanillusykri, hveiti, kardimommum, lyftidufti og matarsóda saman í skál og sigtið út í smjörblönduna. Hrærið vel saman ásamt mjólkinni. Takið hluta af möndluflögum frá en hrærið afganginum saman við deigið. Smyrjið kringlótt smelluform (um 24 cm) og setjið bökunarpappír í botninn.
Jafnið deiginu í formið og stráið möndluflögum ofan á. Bakið í 30-35 mín. Látið kökuna kólna alveg í forminu áður en hún er losuð úr því og borin fram.