Auglýsing

Ragnar formaður VR: „Við hljótum að krefjast afsagnar seðlabankastjóra“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er virkilega ósáttur með seðlabankastjóra og aðstoðarmann hans. Í færslu á síðu sinni segir hann:

„Stóra tilfærslan í boði seðlabankans. Þessu botnlausa dekri við fjármálakerfið og fjármagnseigendur verður að linna.

Hreinar vaxtatekjur stóru bankanna þriggja jukust um 20% á milli ára og hafa aukist um 46% frá árinu 2021 þegar hreinar vaxtatekjur þeirra voru 77,2 milljarðar frá jan-sept. En eru nú 112,9 milljarðar.

Samanlagðar hreinar vaxtatekjur bankanna þriggja fyrstu 9 mánuði, síðustu þriggja ára nema þannig um 284,3 milljörðum.

Ekki nóg með að nýjustu mælingar á verðbólgu sýna að hún er keyrð áfram af stýrivaxtahækkunum seðlabankans, má glöggt sjá hvernig víxlverkun hækkandi vaxta og verðlags er að keyra áfram verðbólgu í stað þess að vinna hana niður.

Allt í nafni þess að verja fjármagnið því lántakar hafa grætt svo mikið. Grætt svo mikið á að hafa greitt neikvæða vexti til skamms tíma á 25 til 40 ára lánstíma. Grætt svo mikið þrátt fyrir að raunstýrivextir í samanburðarlöndum og víðar hafi verið neikvæðir í áratug eða meira. Nú ætlar seðlabankastjóri að bretta upp ermarnar enn betur og vinna upp meint tap sparifjáreigenda með stórkostlegri eigna og tekjutilfærslu frá skuldsettum heimilum.

Það er því miður að raungerst sem ég og fleiri höfum ítrekað varað við síðustu ár. Versta sviðsmyndin sem við teiknuðum upp er að raungerast.

Við hljótum að krefjast afsagnar seðlabankastjóra og peningastefnunefndar þegar í stað.

Það mætti deila þessum stutta pistli sértu því sammála.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing