Kjartan Ragnarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segist aldrei hafa verið jafn bjartsýnn fyrir framtíð Bitcoin og hann er í dag.
„Ég hef aldrei verið bjartsýnni né jákvæðari á Bitcoin og ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Fyrir það fyrsta ef við hugsum þegar þetta fer að ryðja sér til rúms svona 2020 og þegar þetta fer að vekja athygli að þá var nýja trendið það að stór fyrirtæki voru að koma inn í þetta „space“ sem voru bara sláandi fregnir. Bíddu er Bitcoin þannig fyrirbæri yfir höfuð, ég hélt þetta væri bara svona nördadót, eru í alvörunni fyrirtæki sem eru skráð á Nasdaq í Bandaríkjunum að kaupa Bitcoin fyrir einhverja milljarða dollara? Það voru þó nokkur fyrirtæki sem gerðu það og einhver dæmi um lífeyrissjóði úti í heimi sem gerðu það. Það var strax orðið erfiðara, þó svo það hafi ekki stoppað alla af, að tala um þetta sem einhverja bólu,“ segir Kjartan.
Þess ber að geta að núverandi gengi rafmyntarinnar í dag er 5.122.022 krónur á hvert Bitcoin en það hefur hækkað um 35.49% á síðastliðnum 30 dögum.
Í viðtalinu fer Kjartan einnig yfir það sem gæti haft gríðarleg áhrif á gengi Bitcoin á næstu vikum og mánuðum. Bendir hann meðal annars á að BlackRock, sem er stærsti eignastýringaraðilinn í heiminum í dag, stefni á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Bitcoin-kauphallarsjóði.
„Það er svo mikið af ríku fólki í Bandaríkjunum og út um heim allan sem finnst Bitcoin spennandi en lifir bara í þannig veruleika að það er bara fráhrindandi að fara að skrá sig inn á einhverjar rafmyntakauphallir eins og Coinbase og fara að kaupa þar. Þeir vilja hafa þetta eftir sínu höfði í BlackRock-portfolioinu sínu til dæmis,“ segir Kjartan og vill meina að bara aðkoma þessa eignastýringaraðila eigi eftir að hafa straumbreytandi áhrif á gengi rafmyntarinnar.
Þess ber að geta að núverandi gengi rafmyntarinnar í dag er 5.122.022 krónur á hvert Bitcoin en það hefur hækkað um 35.49% á síðastliðnum 30 dögum.
Ef þú hefur áhuga á rafmyntum og vilt fræðast meira um spennandi markað og möguleg tækifæri til þess að græða pening utan hins hefðbundna bankakerfis að þá skaltu ekki missa af þessu viðtali. Spallið með Frosta Logasyni má bæði hlusta og sjá í heild sinni á Brotkast.is.