Auglýsing

Íslendingur ákærður fyrir barnaníðsefni í Kanada: Lögreglan leitar að Jóhanni Scott

Þrítugur Íslendingur hefur verið ákærður í Kanada fyrir þrjú brot er varða barnaníðsefni. DV greinir frá málinu í dag sem og nafni mannsins en hann heitir Jóhann Scott Sveinsson. Þar kemur fram að Jóhann, sem á föður og skoska móður, er búsettur í borginni Abbotsford í Bresku-Kólumbíu en vísað er í umfjöllun staðarmiðilsins Abbotsford News.

Jóhann Scott átti að mæta fyrir dóm vegna málsins þann 6. nóvember síðastliðinn en mætti ekki og því hefur lögreglan þar ytra gefið út handtökuskipun á hendur honum. Er hans nú leitað. Þá segir enn fremur í umfjöllun Abbotsford News að Jóhann Scott sé grunaður um innflutning og dreifingu á barnaklámi í júní 2022 og janúar 2023 auk þess að hafa haft í fórum sínum barnaklám í maí á þessu ári.

Rætt er við upplýsingafulltrúa lögreglunnar í Abbotsford en þar segir að rannsókn lögreglu hafi hafist í mars á þessu ári og að sérstök stórglæpasveit hafi, með sleitulausri rannsókn og leitarheimildum, komist að því að Jóhann Scott væri maðurinn á bakvið dreifingu barnaklámsins.

DV greinir frá því að Jóhann hafi starfað við kvikmyndagerð hérlendis, sé giftur íslenskri konu og að þau eigi barnungan son saman.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing