Auglýsing

Frægir á YouTube borða íslenska pylsu og sælgæti: „Vá hvað þetta er gott“

Eitt af vinsælustu YouTube-rásunum þar sem prufað er mat og sælgæti er „Men Try Videos“ en þeir eru með tæplega hálfa milljón fylgjenda. Það var íslenska netverslunin Icelandicshop.is sem sendi þeim félögum fullt af íslensku nammi, eldstafi og svo þjóðarre´tt okkar Íslendinga; pylsur!

Áður en þeir félagar smakka sælgætið þá fara þeir yfir nokkrar „staðreyndir“ um Ísland og það sem vekur hvað mesta athygli hjá þeim er að vegir og göngustígar hér landi eru stundum færðir til eða fara í kring um stóra steina þar sem álfar eru taldir búa. Þá er sú staðreynd að eftirnafn allra hér á landi er byggt út frá nafni föðurs – og svo mannanafnanefnd – það þykir þeim ansi fyndið.

Á meðal þess sem þeir prufa í þættinum er Nóa Kropp, Síríus-súkkulaði með saltkaramellufyllingu, Þristur og Fílakarmellur. Ekki má svo gleyma pylsunni sem, í þessu myndskeiði, er rúsínan í pylsuendanum – með tómat, steiktum, sinnepi og remúlaði!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing