Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nægu að snúast undanfarna sólarhringa en á meðal stærstu verkefna embættisins er að stöðva einstaklinga sem aka undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Frá klukkan 17:00 í gær og til 05:00 í morgun voru til að mynda fimm handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Þar af voru fjórir þeirra grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Fjöldi þeirra sem hafa verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum það sem af er desembermánuði á höfuðborgarsvæðinu er talin í tugum.
Samkvæmt Facebook-síðu embættisins voru tuttugu manns handteknir vegna ölvunarakstur fyrstu vikuna í desember en það segir lögregluna allt of mikið: „Það er ekkert flóknara.“
Lögreglan mun áfram vera með stíft eftirlit með ölvunar-, fíkniefna- og lyfjaakstri í jólaumferðinni.