Auglýsing

Djammþyrstir Reykvíkingar frekar stilltir á nýársnótt

Nóttin gekk vel fyrir sig hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fór skemmtanahald að mestu vel fram, engin stór mál komu inn á borð lögreglu. Mikil ölvun var og þurfti lögregla að koma nokkrum til aðstoðar við að komast til síns heima. Fjórir gistu í fangaklefum núna í morgunsárið en samkvæmt embættinu telst það mjög lítið að morgni nýársdags.

Helstu tíðindi frá klukkan 17:00 til klukkan 09:00 í morgun voru þessi:

Stöð 1 – Austurbær, Vesturbær, Miðborg og Seltjarnarnes

·       Innbrot í fyrirtæki. Gerendur farnir af staðnum er lögregla kom.
·       Þrír ökumenn handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Hefðbundið ferli.
·       Ökumaður handtekinn vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Hefðbundið ferli.
·       Tilkynnt um ungmenni inni á skemmtistað og réttindalausa dyraverði.
·       Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa manni út úr partí í hverfi 101.
·       Manni vísað út úr anddyri á fjölbýlishúsi í hverfi 105 þar sem hann hafi farið húsavillt og hringdi stöðugt dyrabjöllum og hélt vöku fyrir íbúum.

Stöð 2 – Hafnarfjörður og Garðabær

·       Eldur í húsnæði.
·       Eldur í bílskúr.
·       Maður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar í hverfi 221.

Stöð 3 – Kópavogur og Breiðholt

·       Maður sem var í mjög annarlegur ástandi sökum ölvunar og fíkniefna til vandræða á bar í  hverfi 109, maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa.
·       Til slagsmála kom á stigagangi í fjölbýlishúsi í hverfi 111 þegar íbúi varð ósáttur með læti í mönnum í sameign hússins. Stillt til friðar og þeim kynnt kæruferli.

Stöð 4 – Grafarvogur, Árbær og Mosfellsbær

·       Ökumaður handtekinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis, hafa valdið umferðarslysi og fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Gistir fangageymslur.
·       Aðila sem gat litla sem enga björg sér veitt sökum ölvunar í hverfi 116 ekið heim til sín

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing