Auglýsing

Ofurskálin slær öll met: Ódýrasti miðinn er á rúma milljón

Miðaverð á Ofurskálina í ár á milli Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers gæti jafnvel fengið milljarðamæringinn Taylor Swift til að roðna.

Leikurinn sem fer fram þann 11. febrúar er sá „dýrasti“ í sögunni samkvæmt miðasöluvefnum TickPick. Meðalverðið á einum miða er í kring um 9.800 dollara, tæpar 1.4 milljónir króna, sem er 70% dýrara en miðar á Ofurskálina í fyrra.

Eins og staðan er í dag þá kosta ódýrustu miðarnir 8.188 dollara, rúma 1.1 milljónir króna, sem er meira en 50% dýrara en ódýrasta miðaverðið á Ofurskálina á sama tíma í fyrra en það var þá á 5.997 dollara eða rúmar 800 þúsund krónur.

Chiefs, sem unnu Ofurskálina í fyrra, eru á leið í þennan stærsta íþróttaviðburð vestanhafs í fjórða sinn á fimm árum. Síðast mættu þeir 49ers í Ofurskálinni árið 2020, þegar Chiefs unnu sigur. Leikurinn 2020 var sá dýrasti Super Bowl sem sögur fóru af, samkvæmt TickPick, en meðalverð miða á þann leik voru 6.370 dollarar eða tæpar 900 þúsund krónur.

Borg syndanna hefur áhrif á miðaverðið

Eitt af því sem talið er að spili stórt hlutverk í þessu háa miðaverði er borg syndanna, Las Vegas en þar fer Ofurskálin fram í ár.

„Las Vegas er „stór“ þáttur í þessari gríðarlegu eftirspurn,“ sagði Brett Goldberg, annar forstjóri TickPick, við CNN og bætti við að vegna staðsetningarinnar þá væri ekki bara um þriggja tíma leik að ræða heldur heila viku sem væri full af alls kyns viðburðum fyrir þá aðdáendur sem heimsækja vegna þess að „staðsetningin breytir þriggja tíma leik í viku fulla af hátíðum fyrir aðdáendur sem mæta í borg syndanna.

„Á 12 mánuðum hefur Las Vegas hægt og rólega orðið að íþróttahöfuðborg Bandaríkjanna og Ofurskálin gæti sá viðburður sem kórónar þá þróun,“ sagði Brett. Síðasti stórviðburður í Las Vegas var í nóvember á síðasta ári þegar Formúlu 1 kappaksturinn fór þar fram.

Ofurskálin LVIII fer fram sunnudaginn 11. febrúar í Las Vegas og hefst leikurinn klukkan 18:30 á staðartíma eða 23:30 að íslenskum tíma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing