Hafþór Júlíus Björnsson keppti á dögunum við bandarísku hjónin Randy og Katana en þó ekki í lyftingum eins og margir myndu halda. Bandarísku hjónin eru nefnilega atvinnumenn í áti og keppa út um allan heim þar sem markmiðið er að borða sem mest á sem stuttum tíma og eiga þau Randy og Katana alls konar alþjóðleg met í slíkum keppnum.
Þau eru stödd hér á landi og skoruðu á Hafþór Júlíus í nýrri keppni sem íslenski hamborgarastaðurinn 2Guys hefur sett upp en þar þurfa þeir sem takast á við áskorunina að borða tvö og hálft kíló af hamborgurum og frönskum. Hamborgaraturninn er vígalegur eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði sem hjónin hafa sett á YouTube-síðu sína.
Gætir þú borðað þetta magn? Þau fengu 45 mínútur til að klára turninn. Þetta verður þú að sjá…