Þau voru af ýmsum toga verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 17:00 og til 05:00 í morgun. Nokkuð var um umferðarslys og þá var tilkynnt um eina minniháttar líkamsárás. Hér fyrir neðan eru verkefni lögreglunnar skipt niður eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglustöð 1 – Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:
- Einn ökumaður stöðvaður í hverfi 105 vegna gruns um ölvun við akstur
- Tilkynnt um minniháttar skemmdarverk í hverfi 170, gerandi ókunnur
- Tilkynnt var um eina minniháttar líkamsárás og þjófnað í hverfi 101, gerandi ókunnur
Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes:
- Tilkynnt um eitt umferðarslys í hverfi 210, engin slys á fólki en Krókur fjarlægði bifreiðina
- Einn ökumaður stöðvaður í hverfi 220 vegna gruns um ölvun við akstur
- Tilkynnt var um eina minniháttar eignarspjöll í hverfi 221 afgreitt á vettvangi
- Tilkynnt um eitt umferðarslys í hverfi 210, minniháttar slys á þremur sem voru í bifreiðinni þau öll flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar
Lögreglustöð 3 – Kópavogur – Breiðholt:
- Einn ágreiningur afgreiddur á vettvangi
- Tilkynnt um eitt umferðarslys í hverfi 109, engin slys á fólki
- Einn ökumaður stöðvaður í hverfi 109 sviptur ökuréttindum
- Tilkynnt um eld í bifreið í hverfi 203 grunur um íkveikju, gerandi ókunnur
Lögreglustöð 4 – Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær:
- Tilkynnt um eitt umferðarslys í hverfi 112, engin slys á fólki