Auglýsing

Skráningarmerkin af í höfuðborginni: Tíu fengu að fjúka í nótt

Eitt af fyrstu rafhlaupahjólaslysum ársins leit dagsins ljós í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en verkefnin ná frá 17:00 í gær og þar til 05:00 í morgun.  Var einn fluttur slasaður á slysadeild til frekari aðhlynningar. Þá var eitthvað um umferðaróhöpp og þjófnaði. Þá komu laganna verðir auga á stolna bifreið í hverfi 105 en í dagbók lögreglunnar segir að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar.

Þá, ef marka má síðustu dagbækur lögreglunnar, hafa þeir ákveðið að taka alveg sérstaklega á vanrækslu á aðalskoðun, endurskoðun eða greiðslu á tryggingum bifreiða því tíu skráningarmerki fengu að fjúka í nótt.

Lögreglustöð 1 – Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:

Rafhlaupahjólaslys í hverfi 105. Einn fluttur slasaður á slysadeild til frekari aðhlynningar.
Afskipti af aðila sem reyndist hafa fíkniefni í sínum fórum. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Þjófnaður í hverfi 101. Lögreglumenn fundu þjófinn og endurheimtu þýfið.
Umferðarslys í hverfi 105. Ein óökufær bifreið fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
Tilkynnt um aðila að valda ónæði með lélegri og háværri tónlist á almannafæri í hverfi 101. Honum var gert að láta af tónleikahaldi sínu.
Þjófnaður úr verslun í hverfi 108. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Líkamsárás í hverfi 101. Skýrsla rituð um málið.
Tilkynnt um aðila í annarlegu ástandi í hverfi 101. Honum ekið í húsaskjól.
Lögreglumenn báru kennsl á stolna bifreið í hverfi 105. Viðeigandi ráðstafanir voru gerðar.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes

Þjófnaður úr verslun í hverfi 210. Afgreitt með vettvangsskýrslu.
Ökumaður handtekinn í hverfi 220 grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Handtekinn og laus að blóðsýnatöku lokinni.
Tilkynnt um brunalykt í húsnæði í hverfi 220. Slökkviliðið kom á vettvang en enginn eldur reyndist vera í húsinu.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur – Breiðholt

Ökumaður stöðvaður fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar. Á yfir höfði sér sekt.
Skráningarmerki fjarlægð af 10 bifreiðum í hinum ýmsu hverfum er tilheyra L3. Ýmist vegna vanrækslu á aðalskoðun, endurskoðun eða greiðslu á tryggingum.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur – Mosfellsær – Árbær

Ökumaður handtekinn í hverfi 110 grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Reyndist aldrei hafa öðlast þau nauðsynlegu réttindi sem þarf til að aka bifreið. Hefðbundið ferli og laus að blóðsýnatöku lokinni.
Ökumaður handtekinn í hverfi 110 þar sem grunur lék á að hann væri undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Færður til blóðsýnatöku og laus að því loknu.
Ökumaður handtekinn í hverfi 110 en sá var grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Reyndist einnig vera sviptur ökurétti og var með ætluð fíkniefni í sínum fórum. Fluttur á lögreglustöð til blóðsýna- og skýrslutöku. Laus að því loknu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing