Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á eftirlýsingu á heimasíðu Interpol þar sem lýst er eftir íslenskum karlmanni, Stefáni Ingimar Koeppen Brynjarssyni, 48 ára.
Eftirlýsingin er birt að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er tilkomin vegna rannsóknar á innflutningi og dreifingu fíkniefna.
Þau sem geta veitt upplýsingar um Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, ferðir hans eða dvalarstað, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri i tölvupósti á netfangið abending@lrh.is