Fangi í fangelsinu á Sogni í Ölfusi fannst þar látinn á fimmtudag í síðustu viku. Þetta staðfestir Páll E. Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Morgunblaðið. Ekkert bendir til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en fram kemur að lögreglan rannsaki málið engu að síður.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var hinn látni maður á áttræðisaldri og sat inni eftir að hafa orðið bróður sínum að bana á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu vorið 2018. Maðurinn fékk sjö ára dóm fyrir morðið í héraði en hann var svo lengdur í 14 ár í Landsrétti.