Auglýsing

Sonur Michael Jackson hefur lögsótt ömmu sína: Dánarbúið malar gull á hverju ári

Það má segja að yngsta barn Michael Jackson kalli ekki allt ömmu sína. Allavega ekki þegar það kemur að peningum en hinn dularfulli og hlédrægi Blanket hefur stefnt ömmu sinni, Katherine Jackson, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að hún eyði fjármunum dánarbúsins í lögsóknir sem hún stendur í. Lögsóknir sem gætu kostað mörg hundruð milljónir, ef ekki milljarða.

Blanket er svo sem ekkert á móti baráttu ömmu sinnar…svo lengi sem hún eyði ekki peningum dánarbúsins til þess að borga fyrir lögfræðikostnaðinn.

Blanket, sem á lögskráða nafnið Bigi Jackson, lagði fram stefnuna fyrir dómi í vikunni samkvæmt fréttamiðlinum TMZ en þar kemur fram að málið tengist lögsókn sem hann og amma hans stóðu saman í gegn framkvæmdastjórum dánarbúsins. Þeir höfðu í hyggju að selja nánast helming allra laga sem Michael Jackson samdi á sínum goðsagnakennda ferli.

Blanket eða Bigi Jackson sést hér á gamalli mynd ásamt ömmu sinni Katherine Jackson og bróður sínum Prince Jackson.

Stopp, hingað og ekki lengra amma!

Lengi vel voru þessi málaferli sveipuð dulúð og fáir vissu um hvað deilurnar snérust. Samkvæmt heimildum TMZ snérust þau um umrætt lagasafn sem framkvæmdastjórar dánarbúsins viltu selja Sony fyrir 600 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar tæplega 82 milljörðum íslenskra króna. Ekki langt frá þeirri upphæð sem íslenska ríkið þarf að fjármagna næstu fjögur árin vegna nýgerðra kjarasamninga.

Í stefnu Blanket kemur fram að hann og amma hans hafi tapað umræddu dómsmáli og því ekki tekist að koma í veg fyrir söluna. Blanket hafi ákveðið að fara ekki með málið lengra enda eru slík réttarhöld gríðarlega kostnaðarmikil. Katherine Jackson hinsvegar, móðir Michael Jackson og amma Blanket, var ekki tilbúin til þess að leggja árar í bát og höfðaði því annað mál þar sem fyrri úrskurðinum var áfrýjað.

Allir milljarðamæringar í fjölskyldunni

Blanket er svo sem ekkert á móti baráttu ömmu sinnar…svo lengi sem hún eyði ekki peningum dánarbúsins til þess að borga fyrir lögfræðikostnaðinn.

Það væsir allavega ekki um fjölskyldu Michael Jackson. Það er vægt til orða tekið því í sömu frétt og fjallar um umræddar lögsóknir og stefnur er greint frá því að mamma poppgoðsins sáluga hafi fengið sjö stafa tölu í vasapening frá dánarbúinu á þessu ári. Sjö stafa tölu í dollurum talið….í vasapening.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing