Grindavík er mjög landmikið sveitarfélag en á Wikipedia kemur fram að bæjarfélagið nær frá Reykjanestá austur að sýslumörkum Árnessýslu. Krýsuvík, sem er öll innan marka sveitarfélagsins, tilheyrir samt Hafnarfirði. Þann 20. febrúar 1941 seldi ríkissjóður Hafnarfjarðarkaupstað hluta af landi jarðarinnar Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar (Krýsuvíkurtorfunni).
Á hátíðarfundinum verða einnig veittar heiðursviðurkenningar og þakkir færðar sjálfboðaliðum sem styrkt hafa stoðir samfélagsins í Grindavík. Fundurinn er opinn íbúum og öðrum gestum. Þá segir í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsetahjónin muni að loknum fundi fara um Grindavík í fylgd með félögum í björgunarsveitinni Þorbirni og kynna sér afleiðingar eldsumbrotanna á Reykjanesskaga á innviði bæjarins.