Auglýsing

Steig út úr bifreiðinni þegar hún rann af stað: Reyndi að bjarga málunum en endaði klemmdur milli bifreiðarinnar og dyrakarms

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarscvæðinu en alls var tilkynnt um 31 umferðaróhapp í umdæminu.

Þriðjudaginn 2. apríl kl. 19.17 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á gangstétt við Glæsibæ í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 4. apríl. Kl. 15.35 var bifreið ekið á eldsneytisdælu í Kauptúni í Garðabæ. Talið er að ökumaðurinn hafi fengið aðsvif í aðdraganda slyssins. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 16.59 var bifreið ekið aftan á aðra bifreið í Suðurfelli í Reykjavík, við Torfufell. Fremri bifreiðin hafði stöðvað vegna umferðar fram undan þegar slysið varð. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

Föstudaginn 5. apríl kl. 23.01 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla í Kópavogi. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið vestur Dalveg, en hinni inn á gatnamótin frá Hlíðarhjalla. Talið er að fyrrnefndu bifreiðinni hafi verið ekið gegn rauðu ljósi. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 6. apríl kl. 12.32 rann bifreið aftur á bak og á dyrakarm bílskúrshurðar að bílageymslu á bifreiðastæði við Selvað í Reykjavík. Í aðdragandanum taldi ökumaðurinn sig hafa gengið tryggilega frá bifreiðinni þegar hann steig út úr henni, en svo reyndist ekki vera. Bifreiðin rann af stað og freistaði ökumaðurinn þess þá að stöðva hana, en ekki tókst betur til en svo að hann klemmdist á milli hennar og dyrakarmsins. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing