Háskólinn UCLA (University of California, Los Angeles) í Bandaríkjunum hef séð sinn skerf af mótmælum seinustu daga og hafa mótmælin þar farið stigvaxandi upp á síðkastið.
Mikil harka færðist í mótmælin þegar stuðningsmenn Ísrael mættu á svæðið til að andmæla meðferð mótmælenda á nemendum af gyðingaættum, en þeim hefur verið meinaður aðgangur inn á háskólasvæðið síðan mótmæli hófust.
Óhætt er að segja að mikil harka hafi brotist út og myndatökumenn New York Post voru á svæðinu í miðju átakanna þar sem flugeldar voru sprengdir í návígi við fólk, menn og konur voru lamin með bareflum og má á köflum sjá fólk þakið blóði eftir barsmíðar.
Annar hópurinn var búinn að koma sér fyrir með girðingum og tréveggjum til að verjast hinum hópnum, sem réðist að þeim með bareflum og köstuðu öllu lauslegu í átt að þeim.
Svona gekk þetta klukkutímum saman þar til óeirðalögregla mætti loks á svæðið til að skakka leikinn. Ekki er búið að gefa út hversu margir slösuðust í átökunum.
Hægt er að sjá hluta úr átökunum í myndbandinu fyrir neðan.