Auglýsing

Baráttukona fyrir mannréttindum dæmd í 11 ára fangelsi fyrir klæðaburð í landi sem er í forystu fyrir réttindabaráttu kvenna

Manahel al-Otaibi er 29 ára aðgerðarsinni og áhrifavaldur frá Saudi-Arabíu. Hún var í janúar dæmd í 11 ára fangelsi í heimalandi sínu fyrir klæðaburð sinn og skoðanir en yfirlýsingar frá stjórnvöldum þar í landi segja þó raunverulegu ástæðu dómsins vera hryðjuverkastarfsemi sem yfirvöld neita þó að fara nánar út í.

Mannréttindasamtök, Amnesty International þar á meðal, segja þó engan vafa á að al-Otaibi sé raunverulega dæmd fyrir að sýna myndir á samfélagsmiðlum þar sem hún er á almannafæri án ‚Abaya‘, sem er síður sloppur sem konum í Saudi-Arabíu ber að klæðast á almannafæri og að nota myllumerkið „abolish male guardianship“, eða að fella niður siðgæðisvörð sem konum þar í landi ber einnig að hafa með sér ætli þær sér út á meðal fólks.

Al-Otaibi var einnig einsömul á ferð í fjölmörgum færslum á samfélagsmiðlum og þar af leiðandi án siðgæðisvarðar síns eins og lög gera ráð fyrir.

Yfirvöld í Saudi-Arabíu segja að al-Otaibi hafi verið handtekin í samræmi við hryðjuverkalög þar í landi en ekki vegna skoðana sinna eða athafna á samfélagsmiðlum.

Sameinuðu þjóðirnar hafa gagnrýnt hryðjuverkalög Saudi-Arabíu harðlega í mörg ár og segja lögin vera alltof sveigjanleg og til þess fallin að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að með þessu sé Saudi-Arabía að sýna enn og aftur hversu innantóm loforð þeirra um að auka réttinda kvenna þar í landi séu og þar ítrekað sé brotið á konum sem berjast fyrir réttindum sínum.

Saudi-Arabía gegnir formennsku í jafnréttisráði Sameinuðu Þjóðanna og hafa Sameinuðu Þjóðirnar sætt harðri gagnrýni fyrir þá skipun, ekki síst í ljósi þess hversu hræðileg staða kvenna er í jafnréttismálum í Saudi-Arabíu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing