Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon sakar Bandarísk stjórnvöld um að hafa haft aðkomu að lokun Instagram reiknings sem hann hélt úti vegna kosningaframboðs.
Í yfirlýsingunni stendur að engar upplýsingar fáist frá starfsmönnum META, sem rekur fyrirtækin Facebook og Instagram. META geti ekki útskýrt af hverju reikningi hans hafi verið lokað vegna skorts á aðgengi að þeim upplýsingum og að skipunin hafi „komið að ofan“.
Einnig kemur fram í yfirlýsingunni að allt bendi til að leyniþjónusta Bandaríkjanna sé að reyna að koma í veg fyrir friðarframboð Ástþórs Magnússonar.
Segir að þetta stafi af því að Ástþór hefur lýst yfir að hans fyrsta verk sem forseti, verði hann kosinn, yrði að fara til Moskvu til að ná friðarsamningum og að hann myndi nota öll verkfæri til að stöðva undirlægjuhátt Íslenskra stjórnvalda við hergagnaiðnaðinn í Bandaríkjunum.
Segir Ástþór að búið sé að gera Ísland að skotmarki fyrir kjarnorkusprengjur ef að slík styrjöld brýst út og að Ásþór muni nota „öll tæki og tól forsetaembættisins í þessu neyðarástandi.“
Kosningaframboð Ástþórs Magnússonar er því að ásaka stjórnvöld í Bandaríkjunum um bein afskipti af forsetakosningum á Íslandi 2024.