Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrum hæstaréttardómari segist vera búinn að finna þann frambjóðanda sem hann ætla að kjósa.
Jón Steinar segist hafa séð viðtal við Arnar Þór Jónsson í þættinum Götustrákar á streymisveitunni Brotkast og eftir hlustun á viðtalið hafi hann sannfærst um ágæti Arnars Þórs sem forseta.
„Hann er maður sinnar eigin sannfæringar, þó að ljóst sé að hann hyggist ekki misnota forsetaembættið nái hann kjöri,“ segir Jón Steinar í færslu sinni á Facebook.
Hann setur einnig hlekk á viðtalið og hvetur sem flesta til að hlusta, en viðtalið í heild sinni er hægt að finna ókeypis á Youtube og verður birt hér fyrir neðan.
Hér er hægt er að tryggja sér áskrift að streymisveitunni Brotkast.