Auglýsing

ESB afturkallar leyfið fyrir AstraZeneca bóluefnið

Frá og með deginum í dag. 7. maí 2024, hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins afturkallað markaðsleyfi AstraZeneca (Vaxzevria) covid-bóluefnisins. Leyfið var nánar tiltekið skilyrt markaðsleyfi eins og Lyfjastofnun upplýsti í janúar 2021.

Í mars 2021 sagði landlæknir, Alma Möller, að ávinningurinn af bóluefninu væri meiri en áhættan, en í sama mánuði hætti Noregur að nota bóluefnið sökum hættu á blóðtappa. Tugir þúsunda Íslendinga fengu AstraZeneca bóluefnið.

Í síðasta mánuði viðurkenndi AstraZeneca  fyrir dómstólum í Bretlandi að bóluefnið gæti valdið lífshættulegum blóðtöppum. Nútíminn sagði frá málinu.

Lítið hefur farið fyrir þessari ákvörðun ESB en evrópuþingkonan Christine Anderson vakti athygli á málinu á samfélagsmiðlum og birti afrit af ákvörðuninni sem fylgir hér neðar.

„Milljarðarnir eru komnir í hús, svindlið farið út um allt og lyfjarisarnir loks sáttir,“ skrifar hún.

Í gær birti sænska dagblaðið Göteborgs-Posten frétt þess efnis að lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hafi sagt upp 200 starfsmönnum. Ástæða uppsagnar er ekki nefnd.

Færslu Andersen má sjá hér ásamt ákvörðun ESB.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing