Þó veðrið leiki ekki við okkur á Íslandi þessa dagana er ekki hægt að segja það sama um sólþyrsta Íslendinga á Spáni.
Þó hefur strandsumarið farið skelfilega af stað á Costa Blanca svæðinu þar sem mikill fjöldi Íslendinga býr.
Fjórir hafa látist er þeir drukknuðu í sjónum meðfram strandlengjunni á svæðinu og endurlífga þurfti tvo aðra.
Ástæðan fyrir þessu er sögð vera sterkur austanvindur sem gerir það að verkum að sterk undiralda myndast sem sogar fólk niður og í burtu frá ströndinni.
Slíkar öldur eru sérlega lúmskar og eru sólþyrstir strandgestir beðnir um að fara að öllu með gát og alls ekki leyfa börnum að vera ein í sjónum.