Á síðasta ári birti Nútíminn fjöldann allan af gómsætum uppskriftum í samstarfi við Gestgjafann en nokkrar þeirra slógu alveg sérstaklega í gegn hjá lesendum okkar. Við höfum nú safnað þessum vinsælu uppskriftum saman og munum næstu daga birta vinsælustu uppskriftirnar árið 2023.
Við byrjuðum á safaríkri uppskrift að kjúklingabringum sem við fengum hjá matreiðslumönnum Gestgjafans en um er að ræða kjúklingabringur sem næstum því brutu internetið. Næsti réttur í röðinni er eins ljúffengasta sveppasúpa sem fyrirfinnst. Hér fyrir neðan er uppskriftin í öllu sínu veldi!
Hráefni:
- 2 msk smjör
- 1/2 msk ólívuolía
- 300g sneiddir sveppir
- salt og pipar
- 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
- 65 ml hvítvín
- 125 ml kjúklinga eða grænmetissoð
- 250 ml rjómi
- 30g rifinn parmesan
- 2 tsk ferskt timjan (eða 1/4-1/2 þurrkað)
Aðferð:
1. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið sveppina þar til þeir fara að taka á sig fallega gylltan lit, eða um 4-5 mín. Rétt áður en þeir eru klárir þá fer hvítlaukur saman við þá ásamt smá salti og pipar. Steikið áfram í um 1 mín.
2. Næst fer hvítvínið á pönnuna og sósan látin malla í um 1 mín. Bætið þá kjúklinga/grænmetis soði, rjóma og parmesan á pönnuna. Hrærið vel, lækkið aðeins hitann og leyfið þessu að malla á vægum hita í um 2-3 mín eða þar til sósan fer að þykkna.
3. Í lokin fer timjan í sósuna og salt og pipar eftir smekk. Njótið!