Auglýsing

Vinsælustu uppskriftir ársins 2023: Ofnbakaðir kjúklingaleggir í dásamlegri marineringu

Á síðasta ári birti Nútíminn fjöldann allan af gómsætum uppskriftum í samstarfi við Gestgjafann en nokkrar þeirra slógu alveg sérstaklega í gegn hjá lesendum okkar. Við höfum nú safnað þessum vinsælu uppskriftum saman og munum næstu daga birta vinsælustu uppskriftirnar árið 2023.

Hér er ein af vinsælustu uppskriftum síðasta ár en þar leika kjúklingaleggir aðalhlutverkið í dásamlegri marineringu sem á eftir að slá í gegn á hverju heimili.

Hráefni:

  • 2 msk ólívuolía
  • 1 msk sesamolía
  • 1/2 dl sojasósa
  • 2 msk Worcestershire sósa
  • 2 msk sítrónusafi
  • 5 msk hunang eða hlynsýróp
  • 6 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 3 cm engifer bútur, rifinn niður
  • ½ tsk svartur pipar
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 1/2 tsk chilliflögur
  • 12 kjúklingaleggir

Aðferð:

1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið vel

2. Setjið kjúklingaleggina í stóra skál og hellið marineringunni saman við og blandið vel saman. Setjið plastfilmu yfir skálina og þetta fer næst inn í kæli í nokkrar klukkustundir.

3. Hitið ofninn í 180 gráður. Raðið kjúklingaleggjunum í eldfast mót og bakið þá í 45-50 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og hafa tekið á sig fallega gylltan lit. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing