Auglýsing

Hnífstunga í Súðavík: Fórnarlambið flutt með sjúkraflugi

Í gærkvöldi barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um að átök hafi brotist út í heimahúsi í Súðavík með þeim afleiðingum að einn var stunginn. Barst lögreglunni tilkynning um þetta í gegnum Neyðarlínuna en þegar sjúkra- og lögreglulið kom á vettvang kom í ljós að um væri að ræða mjög alvarlega áverka.

Fórnarlambið, ungur karlmaður líkt og sá sem beitti hnífnum, var fluttur með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun Vestfjarða, á Ísafirði og í kjölfarið með sjúkravél á sjúkrahús í Reykjavík. Hann var með lífshættuleg stungusár sem þurfti að meðhöndla frekar. Hann er nú kominn úr lífshættu

Grunaði var handtekinn á staðnum og færður í fangahús á Ísafirði. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum mun í dag leggja fram kröfu fyrir Héraðsdómi Vestfjarða um að hann sæti gæsluvarðhaldi, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki tímabært að gefa frekari upplýsingar um málið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing