Auglýsing

Fjölmargir minnast Róberts Arnar: „Einstakur tónlistarmaður“

Tónlistarmaðurinn og lífskúnstnerinn Róbert Örn Hjálmtýsson lést í gær en skyndilegt fráfall hans hefur vakið gríðarleg viðbrögð á samfélagsmiðlum þar sem hans er minnst með hlýhug og fallegum minningum.

Einn af æskuvinum Róberts Arnar er leikarinn Sverrir Þór Sverrisson sem minnist félaga síns með laginu „ELSKU BESTI VINUR MINN“ en það er flutt af hljómsveitinni Spilagöldrum sem þeir félagar stofnuðu á síðustu öld ásamt Steindóri Inga Snorrasyni. Lagið samdi Róbert Arnar en hægt er að hlusta á það á Spotify með því að smella hér.

„Róbert Örn Hjálmtýsson var einstakur tónlistarmaður, gaf engan afslátt af sínum skoðunum og stóð fast á sínu. Smekkur hans var kýrskýr og hann spilaði á hin ýmsu hljóðfæri. Það var alveg ótrúlegt hvað hann gat gert fínar upptökur við ófullkomnar aðstæður og hann beitti ýmsum ráðum til að ná sínu fram. Hann var skemmtilegur trymbill og gítarleikari en ég hreifst einna mest af bassasándinu hjá honum og þessum fína 70’s hljómi sem hann galdraði fram,“ skrifar tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson í stöðuuppfærslu á Facebook í morgun.

Með færslunni deilir Jón laginu Leikhús sem hann gaf út árið 2017 á sólóplötu sinni „Fiskar“ en hann fékk Róbert Örn til þess að spila á bassa í laginu. Hann hvetur vini sína til að hlusta á lagið en það er hægt með því að smella hér.

Nútíminn vottar aðstandendum og vinum Róberts Arnar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við látum með fylgja lag og framkomu sveitarinnar Ég en hana skipaði Róbert Örn sem lék á gítar og söng – Arnar Ingi Hreiðarsson á bassa – Örn Eldjárn á gítar og Ari Eldjárn á trommur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing