Auglýsing

Sérsveitin Ríkislögreglustjóra kölluð út vegna manns sem veifaði byssu fram af svölum

Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð út í gær þegar tilkynning barst um mann sem var að veifa skotvopni fram af svölum í Reykjavík. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða leikfangabyssu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þar er farið yfir fjölmörg verkefni lögreglunnar frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bókaði 66 mál í LÖKE-kerfi embættisins en tveir aðilar gista fangaklefa nú í morgunsárið. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seltjarnarnes:

Einn ökumaður handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Fluttur á stöð í venjubundið ferli.

Tilkynning barst lögreglu um mann sem sagður var hafa veifað skotvopni fram af svölum. Í ljósi alvarleika tilkynningarinnar var óskað aðstoðar frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Eftir nokkra upplýsingaöflun og vettvangsvinnu kom í ljós að þarna var um leikfangabyssu að ræða.

Aðili handtekinn í miðbæ Reykjavíkur fyrir að hafa valdið hneykslan og óspektum á almannafæri sökum ölvunar en hann hafði veist að vegfarendum og látið öllum illum látum. Við handtöku streittist hann kröftuglega á móti en hafði ekki í laganna verði. Vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Tveir ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn líka án gildra ökuréttinda. Fluttir á stöð í venjubundið ferli.

Tveir ökumenn stöðvaðir vegna aksturs án gildra ökuréttinda. Báðir ökumenn reyndust vera í akstri á ótryggðum bifreiðum. Afgreitt með vettvangsskýrslu og mega þeir eiga von á sekt vegna þessa.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Einn ökumaður stöðvaður vegna hraðaksturs en sá mældist á 105 km hraða þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Afgreitt á vettvangi.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Tveir ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Fluttir á stöð í venjubundið ferli.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing