Alþjóðlegi Feðradagurinn er í dag, 16. júní og frægasta fjölskylda heims, breska konungsfjölskyldan, hélt upp á hann með tveimur hjartnæmum færslum á samskiptamiðlinum Instagram.
Börn Vilhjálms prins, prinsarnir George og Louis og Charlotte prinsessa sendu föður sínum falleg skilaboð í tilefni dagsins með sinni fyrstu færslu á samfélagsmiðlum.
„Við elskum þig pabbi“. Skilaboðin voru einföld en falleg og þeim fylgdi svo mynd af Vilhjálmi með börnum sínum þremur sem kona hans, Kate Middleton tók fyrr á þessu ári.
Sjálfur birti Vilhjálmur mynd af sér þar sem hann er barnungur og brosandi að spila fótbolta með föður sínum í tilefni dagsins.
Nútíminn óskar feðrum til hamingju með alþjóðlega Feðradaginn þó svo að sá íslenski sé ekki fyrr en 10. nóvember.