Auglýsing

Gefur lítið fyrir skýringar sveitarstjóra vegna lokunar sundlaugarinnar í Lundi

Rúnar Tryggvason skrifar sveitarstjórn Norðurþings opið bréf sem birtist upprunalega í Vikublaðinu en í honum hrekur hann þau rök sem sveitarstjórn Norðurþings notaði til að réttlæta ákvörðun sína um að loka sundlauginni í Lundi í Öxarfirði.

Rúnar segir að sér þyki leitt að gagnrýna vini sína en að hann geti ekki orða bundist vegna þessarar ákvörðunar.

Rúnar telur upp eina af aðalástæðunum en hún var að byggðaráð treysti sér ekki í að fara í frekara viðhald en að honum vitandi hafi ekki farið fram nein úttekt á ástandi laugarinnar en Nútíminn benti á í nýlegri frétt að samþykkt hafi verið á sveitarstjórnarfundi að gera úttekt á sundlauginni en að ekkert hafi orðið úr því.

En Rúnar segir einnig að bent hafi verið á lélegt burðarvirki, erfiðleika við að fá varahluti og að brösuglega gengi að fá starfsfólk.

Varðandi burðarvirkið heldur Rúnar því fram að útilokað sé að það geti talist hættulegt þar sem sundkennsla fór fram í sundlauginni síðastliðinn vetur.

Hvað varahlutina varðar bendir Rúnar á að enginn hafi getað upplýst hvaða varahlutir það séu sem gangi erfiðlega að útvega enda hafi búnaður laugarinnar verið endurnýjaður árið 2003 svo ekki er um gamlan búnað að ræða þegar kemur að sundlaugum.

Rúnar hefur einnig eftir núverandi umsjónarmanni sundlaugarinnar og einnig seinasta rekstraraðila að ekkert í búnaði sundlaugarinnar sé í lélegu standi, hvað þá ónothæft.

Máli sínu til stuðnings bendir hann á að sundlaugin hafi verið rekin í 45 daga síðasta sumar án þess að nokkrir hnökrar væru í kerfinu og að engar bilanir hafi orðið.
„Þrátt fyrir það hefur enginn úr byggðarráði eða skipulags-og framkvæmdaráði séð ástæðu til að heyra í þessum aðilum, hvað þá að mæta á staðinn til að fá upplýsingar hjá þeim sem best þekkja.”

Hvað vandræði með mannaráðningar varðar segir Rúnar að ekki hafi einu sinni verið reynt að auglýsa eftir fólki í starfið og heldur því fram að ástæðan fyrir því sé að ákvörðunin um að loka lauginni hafi verið tekin löngu áður en hún var gerð opinber.

Rúnar viðurkennir þó að einn galli sé á sundlauginni en það sé að klórbúnaður sé ekki viðunandi og að staðsetning tækja sé ekki ásættanleg en tekur fram að það sé búið að liggja fyrir í áratugi og að þetta atriði væri auðleysanlegt ef minnsti áhugi væri fyrir hendi.

Rúnar segir að lokum að allt ástandið sem búið er að vera kringum sundlaugarmálin í sveitarfélaginu fái fólk á svæðinu til að upplifa algjört áhuga- og metnaðarleysi ráðamanna á svæði austan við Tjörnes.
„Það er talið í þúsundum fólkið sem kemur til að njóta kosta svæðisins og nú getum við ekki einu sinni boðið gestum okkar í sturtu eða þægilega busllaug í sumar af því er virðist vegna þess að sveitarfélagið treystir sér ekki til að auglýsa eftir starfsfólki. Hafið skömm fyrir!„

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing