Auglýsing

Alvarlegum ofbeldisbrotum barna hefur fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri

Embætti ríkislögreglustjóra hefur birt nýja skýrslu um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir því tengdu eins og það birtist í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska.

Farið er yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð.

Stórfelldum líkamsárásum hefur fjölgað

Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007 en þegar horft er til alvarlegra ofbeldisbrota, meiriháttar/stórfelldra líkamsárása, þá hefur þeim fjölgað og hafa aldrei verið fleiri. Jafnframt hefur orðið fjölgun ofbeldisbrota hjá aldurshópnum 13–15 ára frá árinu 2007. Einnig er hlutfall ungmenna sem fremja brot ekki að hækka en fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Gögn lögreglu benda einnig til þess að börn og ungmenni eru í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram, þ.m.t. fíkniefnasala.

Flest börn á Íslandi búa við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taka virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru:

  • Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007
  • Tilkynningum um alvarlegum ofbeldisbrotum hefur fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri
  • Tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum 13 til 15 ára hefur fjölgað frá 2007
  • Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað en fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot
  • Gögn lögreglu benda til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing