Auglýsing

Útvarpsstjóri dregur línu í sandinn: Reglur um uppljóstrun lögbrots starfsmanna RÚV

„Starfsmanni sem hefur grun um eða hefur orðið vitni að lögbroti og/eða annarri ámælisverðri háttsemi í starfsemi RÚV er skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 40/2020 skylt að greina frá því með viðeigandi hætti og í samræmi við reglur þessar. Starfsmaður skal hefja ferlið á innri uppljóstrun með því að miðla öllum upplýsingum til aðila innan félagsins eða til viðeigandi opinbers eftirlitsaðila,“ segir í nýjum verklagsreglum Ríkisútvarpsins sem ná til allra starfsmanna auk verktaka.

Þessar nýju reglur eru samdar og undirskrifaðar af Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra og eru þær dagsettar 21. mars síðastliðinn.

„Það er eins og Stefáni Eiríkssyni sé misboðið að það hafi eitthvað gengið á sem hann hafi ekki fengið að vita um og að núna sé hann að draga línu í sandinn og segja hingað og ekki lengra.“

Enginn fjölmiðill hefur greint frá umræddum verklagsreglum en svo virðist sem að þær hafi verið samþykktar af stjórn Ríkisútvarpsins og svo sendar á starfsmenn án þess að ákveðið hafi verið að greina frá þeim sérstaklega út fyrir veggi RÚV.

Fjórar boðleiðir fyrir uppljóstrara innan veggja. RÚV

Í hinum nýju verklagsreglum eru fjórar mögulegar boðleiðir við miðlun upplýsinga „til aðila innan félagsins“ en þær eru eftirtaldar:

1. Senda tilkynningu í innra beiðnakerfi RÚV.
2. Hafa samband regluvörð.
3. Hafa samband við stjórnanda.
4. Hafa samband við stjórn félagsins.

Þá segir einnig að starfsmenn skuli gæta þess að taka fram allar upplýsingar og skila inn öllum gögnum sem þeir búa yfir „…til þess að tryggja réttmæta meðferð málsins. Einnig skal tryggja að upplýsingar séu settar fram með skilmerkilegum hætti. Við tilkynningu fær starfsmaður stöðu uppljóstrara skv. Lögum nr. 40/2020 um vernd uppljóstrara.“

En hvers vegna þessar reglur og hvers vegna eru þær skrifaðar og samþykktar núna? Ætli eitthvað hafi gerst sem hafi orðið til þess að Stefán Eiríksson sá sig knúinn til þess að koma þeim inn í verklagsreglur RÚV?

Kveikur keypti alveg eins síma

En hvers vegna þessar reglur og hvers vegna eru þær skrifaðar og samþykktar núna? Ætli eitthvað hafi gerst sem hafi orðið til þess að Stefán Eiríksson sá sig knúinn til þess að koma þeim inn í verklagsreglur RÚV?

Páll Vilhjálmsson, blaðamaður, samfélagsrýnir og fyrrum kennari, telur sig vita ástæðuna á bakvið umræddar verklagsreglur. Í viðtali við Frosta Logason á hlaðvarpsveitunni Brotkast segir Páll að umræddar reglur séu í öllu falli mjög undarlegar en hann tengir þær við byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar og þá staðreynd að RÚV sé með einhverjum hætti flækt inn í það mál.

Komið hefur fram að starfsmenn fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur er á RÚV, keyptu á kennitölu Ríkisútvarpsins nákvæmlega eins Samsung-farsíma og Páll skipstjóri átti og notaði og völdu í hann sama símanúmer að undanskildum einum tölustaf nokkrum dögum áður en Páli var byrluð ólyfjan. Sú ólyfjan varð til þess að Páll lá á milli heims og helju á gjörgæsludeild Landspítalans – þaðan sem síma hans var stolið og komið yfir í höfuðstöðvar RÚV í Efstaleiti þar sem gögn símans voru afrituð á nýja símann sem keyptur hafði verið af starfsmönnum Kveiks.

„Öllu falli mjög undarlegt“

„Kannski er hann að gefa til kynna: „Þið hafið ekki verið heiðarleg gagnvart mér og sagt mér alla söguna.“ Kannski er hann að gefa það til kynna en þetta er í öllu falli mjög undarlegt að þetta sé sett núna án þess að það sé nein kynning,“ segir Páll og undir það tekur Frosti.

„Það er eins og Stefáni Eiríkssyni sé misboðið að það hafi eitthvað gengið á sem hann hafi ekki fengið að vita um og að núna sé hann að draga línu í sandinn og segja hingað og ekki lengra.“

„Já það getur verið og þá væntanlega fylgir hann þessu eftir með innanhússamtölum þó að ýmsir hafi hætt þarna sem að eru sakborningar þá er ennþá fólk þarna inni sem að veit ýmislegt um það sem gerðist vorið 2021 þegar Páli Steingrímssyni skipstjóra var byrlað,“ segir Páll en hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir neðan. Fyrir þá sem vilja hlusta á það allt saman er bent á vefsíðu Brotkast þar sem hægt er að næla sér í áskrift að hlaðvarpsveitunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing